Alþjóðleg brúðuleikhússamtök endurvakin á Íslandi

Blásið var nýju lífi í Alþjóðleg samtök brúðuleikhúsfólks á Íslandi (UNIMA á Íslandi) nú á dögunum og kosið í nýja stjórn.
UNIMA (Union International de la Marionette) eru samtök brúðuleikhúsfólks um allan heim og voru upphaflega stofnuð í Prag árið 1929. Deild samtakanna á Íslandi var stofnuð sumarið 1975.Samtökin voru mjög virk um langt skeið en hafa legið niðri undanfarin ár.

Leikbrúðulist er ævaforn listgrein og á rætur sínar að rekja allt aftur til trúarathafna Forn-Egypta. Hún hefur að sjálfsögðu þróast í gegnum árin og í Evrópu hefur myndast rík hefð á þessu sviði og sagan þar er orðin það löng að hægt er að merkja hvernig einn isminn hefur tekið við af öðrum.Listgreinin á sér hins vegar afar stutta sögu hér á Íslandi. Þó hefur á undanförnum fimmtíu árum vaxið upp gróskumikið Íslenskt brúðuleikhús. Starfsemi þessara leikhopa fer kannski ekki mjög hátt í fjölmiðlum en á allra síðustu árum hefur verið hægt að merkja vaxandi áhuga á listgreininni.

Hlutverk UNIMA á Íslandi er að hlúa að þessari ungu listgrein á Íslandi og skapa henni frjóan jarðveg. Fyrsta verk nýkjörinnar stjórnar UNIMA á Íslandi er að setja upp heimasíðu sem mun gera öllum kleift að nálgast hvers kyns fróðleik og upplýsingar um brúðuleikhús á Íslandi og setja það jafnframt í alþjóðlegt samhengi.
Fljótlega mun UNIMA á Íslandi koma sér upp heimasíðu en þangað til er hægt að kíkja á http://myspace.com/unimaiceland

Stjórnin UNIMA mynda Sigríður Sunna Reynisdóttir (formaður), Helga Arnalds (ritari), María Björk Steinarsdóttir (gjaldkeri), Bernd Ogrodnik (meðstjórnandi) og Katrín Þorvaldsdóttir (meðstjórnandi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband